Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

Vikan í Höfðaskóla var lifandi og skemmtileg. Á mánudaginn var bolludagur og nemendur mættu margir hverjir með bollur í nesti. Á miðvikudag var svo öskudagur og þá máttu sjá hinar ýmsu verur á göngum skólans. Nemendur fóru svo eftir hádegi að syngja og að lokum var öskudagsskemmtun á vegum foreldrafélagsins í íþróttahúsinu sem gekk vel. Á miðvikudag fékk 3. bekkur einnig heimsókn frá Hafsteini Pálssyni slökkvistjóra sem var mjög skemmtilegt.
 
Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur og við vonum að svo verði áfram. Sólin hækkar á lofti með hverjum deginum sem líður og brosin breikka í takt við það :)
 
Framundan hjá okkur í næstu viku, er vetrarfrí föstudaginn 26. febrúar og mánudaginn 1. mars. Við vonum að nemendur njóti þess að fá langa helgi og geti slakað á og gert eitthvað skemmtilegt.
 
Hafragrauturinn er á sínum stað alla morgna frá 7:45 og ávaxtastundin einu sinni í viku, á miðvikudögum. 
 
Að lokum minnum við ykkur á að vera dugleg að fylgjast með heimasíðunni okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa