Föstudagskveðja

Myndina tók Helena Mara Velemir
Myndina tók Helena Mara Velemir

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og veðrið lék við okkur. Nemendur hafa verið í hinum ýmsu verkefnum og ýmislegt skemmtilegt verið gert. Yngsta stig fór til dæmis í fjöruferð, miðstig bauð á sýningu um Norðurlöndin og leiklistarval unglingastigs lauk sinni vinnu þar sem leikritið ,,Klippt og skorið - morðgáta" var tekið upp. Vegna þeirra takmarkana sem gilda um skólastarf er ekki hægt að vera með sýningar með hefðbundnu sniði en við munum selja upptöku af leikritinu, sem Kristmundur Elías Baldvinsson tók upp og mun klippa, en það verður auglýst þegar allt er klappað og klárt. 
 
Höfðaskóli hefur nú lokið við skrefin sjö sem þarf að fara í gegnum til þess að verða skóli á grænni grein og fá þar með Grænfánan, sótt hefur verið um fánann og mun úttekt fara fram á næstu dögum, við vonumst til að það gangi allt vel.
 
Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan á skólaárinu, nemendur eru í óða önn að ljúka þeim verkefnum sem þarf að ljúka og svo tekur við námsmat. Við endum svo skólaárið á útivist og öðru skemmtilegu sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa