Föstudagskveðja

Sæl og blessuð kæru foreldrar/forráðamenn

Lítið er að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir.

Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum í næstu viku. 
Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor. 

Minnum á hollt og staðgott nesti. Mjólk er í boði skólans og eins ávextir alla miðvikudaga. 

Haustið hefur aðeins verið að minna á sig undanfarna daga og því er gott að nemendur séu með klæðnað til útivistar. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar

Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá