Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel þrátt fyrir að vetur konungur hafi minnt aðeins á sig í upphafi vikunnar.
 
Skólaráð kom saman til fundar s.l. miðvikudag og fór yfir starfsáætlun skólaársins sem samþykkt var samhljóð. Starfsáætlunin verður borin undir fræðslunefnd til samþykktar í næstu viku og birt hér á heimasíðunni eftir það. 
 
N.k. miðvikudag, 6. október lýkur kennslu kl. 11:30 hjá nemendum v. námskeiðs kennara, nemendur fara þá í mat og heim að honum loknum. Frístund tekur við þeim nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegismatinn og verður með hefðbundnu sniði til 16:00.
 
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang, við minnum á að mánudaginn 11. október er starfsdagur í skólanum og engin kennsla þann dag. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa