Föstudagskveðja

Mynd tekin 13.10.2021 af Ástrós Villu
Mynd tekin 13.10.2021 af Ástrós Villu
Heil og sæl
 
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær fór unglingastig inn á Blönduós og sá sýninguna Vloggið og í dag halda þau aftur þangað og taka þátt í valgreinadegi með nemendum úr Blöndu- og Húnavallaskóla. 
 
Í næstu viku fer 7. bekkur í Reykjaskóla og mun dvelja þar í skólabúðum alla vikuna.
 
Judith Maria hætti störfum í frístund í vikunni og þökkum við henni kærlega fyrir gott samstarf. Í frístund koma í staðin þær Ástrós Villa og Kristbjörg Dúfa ásamt Ernu Ósk sem verður áfram á sínum stað. 
 
Nú förum við að huga að undirbúning fyrir árshátíð sem fyrirhuguð er 18. nóvember og virðist allt benda til þess að hægt verði að halda hana með hefðbundnu sniði sem er gleðilegt. Það verður allt saman auglýst betur þegar nær dregur.
 
Við minnum aftur á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann. 
 
Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna :) 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa