Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og við höfum unnið ýmis verkefni. Námsmat er í fullum gangi og inn á milli höfum við nýtt góða veðrið og farið út. Í næstu viku vonum við að veðrið haldi áfram að leika við okkur og hægt sé að flytja kennsluna utandyra að hluta til. 
 
N.k. fimmtudag er svo uppstigningardagur og þann dag verður ekki skóli.
 
Vorskýrsla skólapúlsins er nú aðgengileg á heimasíðu, hana má HÉR

Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum 
Sara Diljá og Guðrún Elsa