Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Vikan í Höfðaskóla gekk vel, nemendur komu margir hverjir úthvíldir og endurnærðir eftir vetrarfrí.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt voru tilkynntar breyttar reglur vegna Covid í dag. Helstu breytingarnar í grunnskólanum eru þær að nú verður  meter á milli nemendaborða í kennslustofunum fram til 8.des.

Árshátíðin okkar hefði samkvæmt skóladagatali átt að vera 19. nóvember, fimmtudaginn í næstu viku. Eins og áður hefur verið upplýst um var henni frestað og verður staðan endurmetin í febrúar.

Þar sem desember er rétt handa við hornið ætlum við að halda okkur við að styrkja gott málefni í stað þess að skiptast á gjöfum og  langar okkur að velja málefni sem stendur samfélaginu okkar nærri. Ákveðið var að styrkirnir færu til félagasamtaka en ekki einstaklinga. Allar ábendingar um málefni til að styrkja má senda okkur hér.
Nemendur verða að sjálfsögðu hafðir með í ráðum þegar kemur að því að velja endanlega hvaða málefni verður styrkt. 

Barnaheill stendur fyrir símalausum sunnudegi, n.k. sunnudag þann 14. nóvember og hvetjum við alla til að taka þátt. Upplýsingar um þennan dag má sjá hér.

Að lokum minnum við ykkur á að hafa samband ef eitthvað er. Netföng allra starfsmanna eru aðgengileg hér á heimasíðunni og símanúmerið í skólanum er 452-2800.

Við skulum stilla okkur saman um að tala fallega um skólann okkar og stuðla saman að jákvæðum skólabrag

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa