Föstudagskveðja

Heil og sæl

Róleg og góð vika að baki, nemendur eru að klára hin ýmsu verkefni og kennarar farnir að undirbúa, sérstaklega fyrir yngri krakkana, þemaverkefni um jólin.

Dagur íslenskrar tungur var 16.nóvember og nýttu nemendur á yngsta stigi daginn í að semja póstkort og senda á vini og ættingja.  Þetta framtak heppnaðist mjög vel og viðtakendur himinsælir með framtakið.

Nemendur á miðstigi taka þátt í spurningakeppni í sama dúr og Kappsmál á hverjum föstudegi fram að jólum. Fyrsta skiptið var í morgun og allir skemmtu sér konunglega bæði þeir sem tóku þátt og horfðu á.

Í næstu viku breytum við stundatöflunni á unglingastigi og tökum list- og verkgreinaviku, frá mánudegi til fimmtudags. Nemendum unglingastigs verður skipt í 4 hópa og fara í verklega kennslu milli kl. 8:20 og 12:00. Það sem kennt verður er: heimilisfræði, myndmennt, tálgun og plastvinna.

Eins og tíðin hefur verið undandarið er myrkrið og snjórinn allsráðandi á morgnana og því viljum við minna á endurskinsmerkin. 

Nemendur hafa verið ansi snjóugir og blautir eftir útivist undanfarna daga og gott væri ef auka sokkapar myndi leynast í tösku sem hægt væri að grípa til. 

Vonandi eigið þið ánægjulega helgi
Guðrún Elsa og Dagný Rósa