Föstudagskveðja

Þessir ungu piltar úr 9.bekk slógu ekki slöku við í föndrinu
Þessir ungu piltar úr 9.bekk slógu ekki slöku við í föndrinu

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og það var margt um að vera. Snjálfur álfur hefur verið í heimsókn á yngsta stigi og tekið upp á ýmsu.
Nemendur á yngsta stigi fóru síðan á Hnappstaðatún í vikunni og nemendur í fyrsta bekk kveiktu á jólatré okkar Skagstrendinga. 
 
Stærðfræðijóladagatal er á unglinga- og miðstigi þar sem nemendur fá eina þraut á dag til að leysa, setja svarið sitt í kassa og áður en við förum í jólafrí verður dregið úr réttum svörum og veitt verðlaun.
 
Við enduðum vikuna á að gera okkur glaðan dag og höfðum jólaföndur frá kl. 10:00-12:00 þar sem nokkrar stöðvar hér og þar um skólann voru í gangi og nemendur gátu flakkað á milli. Þá var einnig í boði að horfa á jólamynd fyrir þá sem ekki vildu föndra. 
 
Í næstu viku verður söngur á "sal" á miðvikudaginn ásamt því að nemendafélagið ætlar að steikja vöfflur í kaffinu og gefa öllum nemendum skólans.
 
Við vonum að þið njótið annarrar helgar aðventu.
 
Jólakveðja
Guðrún Elsa og Dagný Rósa