Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og það var margt um að vera. Snjálfur álfur hefur verið í heimsókn á yngsta stigi og tekið upp á ýmsu. Á miðvikudaginn var fyrsti söngsalurinn okkar í desember og fengum við fjórar stúlkur af unglingastigi til að leiða sönginn, þann daginn bauð einnig nemendafélagið öllum í vöfflukaffi. Í dag var svo boðið var upp á heitt og kalt kakó með rjóma í nestistímanum.

Í næstu viku verður sundkennsla á mánudag en á þriðjudag fara nemendur í íþróttir í staðin svo það er mikilvægt að hafa með sér íþróttafötin. Við ætlum að bralla ýmislegt síðustu dagana fyrir jól.

Á mánudag verður verður smá jólagleði fyrir yngsta stig.

Á miðvikudag verður jólasöngsalur og rautt þema, jólapeysur, jólasokkar, jólahitt og jóla þetta :) 

Á fimmtudag ætlum við að eiga notalega jólastund saman. Við förum í kirkjuna, hlustum á jólasögu, syngjum nokkur jólalög og höfum gaman. Í hádeginu fáum við svo möndlugrautinn. Ein möndlugjöf verður fyrir hvern bekk og það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir heppnu í ár :) Það verður ekki matur í Fellsborg þennan dag og enginn skóli eftir hádegi hjá mið- og unglingastigi. Frístund verður með hefðbundnu sniði. 
 
Á föstudag verða svo litlu jólin okkar. Nemendur mæta í skólann kl. 9:00 og verða til 12:00. Við ætlum að dansa í kringum jólatré þar sem Hugrún Sif spilar undir fyrir okkur og Ástrós Elís leiðir sönginn eins og svo oft áður :) Engin frístund þennan dag heldur halda allir heim í jólafrí á hádegi. Frekari upplýsingar um litlu jólin munu berast foreldrum/forráðamönnum frá umsjónarkennurum. 

Höfðaskóli er einstaklega heppinn að eiga hæfileikaríkt og gott fólk í kringum sig sem kemur til aðstoðar við hin ýmsu tilefni. 

Við erum komin í jólaskap og ætlum að njóta síðustu daganna fyrir frí saman.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum jólakveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa