Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Flest allir úthvíldir eftir óvænta langa helgi.
 
Í vikunni var starfsdagur á mánudag og því enginn skóli hjá nemendum, hefðbundinn skóladagur var á þriðjudag en á miðvikudag voru nemendaviðtöl, ný önn hófst síðan á fimmtudaginn 20.janúar.
 
Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins verður haldin í þriðja sinn inni á samromur.is þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm. Forseti Íslands setti keppnina formlega af stað í gær fimmtudaginn 20.janúar. Keppninni lýkur 26. janúar. Höfðaskóli ætlar í ár að taka þátt í ár eins og í fyrra og biðjum við foreldra um að aðstoða börnin sín við að fara inn á síðuna, samromur.is og skrá sig til leiks í Höfðaskóla.  Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu lagt hönd á plóg og skráð sig inn í Höfðaskólahópinn og lesið.  Það er síðan framlag hópsins sem telur. Vegleg verðlaun eru fyrir þann skóla sem les mest.
 
Um helgina verður ljósahátíð hér á Skagaströnd og hvejum við alla til að taka þátt, nemendur skólans eiga verk á hátíðinni sem gaman er að skoða.
 
Við minnum að lokum á að hafragrauturinn er á sínum stað alla þá morgna sem hefbundið skólastarf er, frá klukkan 7:45 og ánægjulegt er hversu margir nýta sér það. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa