Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Næst síðasta skólavikan á þessu skólaári er nú að renna sitt skeið. Veðrið leikur við okkur og nemendur keppast við að leggja lokahönd á námsmatsverkefnin sín. 
 
Næsta vika verður uppbrotsvika hjá okkur. Á mánudag og þriðjudag eru hefðbundnir skóladagar hjá 1.-9. bekk en 10. bekkur ætlar í smá útskriftarferð þá daga, á miðvikudag er útivistardagur þar sem hvert stig fyrir sig sér um skipulag. Á fimmtudag verður flippíþróttadagurinn okkar frægi og þann dag endum við á því að grilla pylsur áður en nemendur halda í sumarfrí. Frístund verður með hefðbundnu sniði þessa fjóra daga.
 
Föstudaginn 29. maí verður starfsdagur og skólaslit. Skólaslitin munu fara fram í Fellsborg og hefjast kl. 17:00. Við minnum á, að ef einhver vill að tekið sé tillit til 2 metra reglunnar við sig, er ekkert mál að verða við því, hafið þá samband við okkur. Nánari útfærsla á 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum verður kynnt á mánudag og með þeim útfærslum ættum við að geta haldið skólaslitin okkar með hefðbundnu sniði. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa