Heil og sæl
Á sólríkum dögum eins og þessum finnum við að vorið nálgast.
Nemendur 1.-10.bekkjar hittust í morgun og spiluðu æsispennandi BINGO. Vinningar voru glæsileg páskaegg úr Kjörbúðinni og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir hér
Páskafrí hefst að loknum skóladegi í dag föstudaginn 8. apríl. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 19. apríl og kennt samkvæmt stundatöflu.
| Höfðaskóli | Íþróttahús  | Tónlistarskóli 
 
 
 Ábendingar og fyrirspurnir |