Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Þá eru einungis rétt rúmar tvær vikur eftir af skólaárinu. Veðrið hefur ekki alveg leikur við okkur en vonandi horfir það til betri vegar.
 

Í liðinni viku átti skólastjóri fund með fulltrúum skólamötuneytis. Starfsfólkið sem vinnur við hádegismatinn hjá nemendum er mjög ánægt með nemendur og hrósuðu þeim fyrir hegðun í matsal. Það er mjög gaman að heyra þegar nemendur standa sig vel og þökkum við þeim kærlega fyrir. 

 
Miðstigsleikarnir voru á Húnavöllum sl. fimmtudag og skemmtu nemendur sér vel við allskonar iðju t.d. sílaveiði. 
 
Nemendur eru margir hverjir byrjaðir á námsmatsverkefnum sínum og heldur það áfram í næstu viku. 
 
Nemendur í 10.bekk fara í skólaferðalag á þriðjudaginn í næstu viku og koma til baka á fimmtudaginn, þau ætla að skoða suðurlandið og koma örugglega endurnærð til baka. 
 
Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur og gott væri ef foreldrar fylgdust vel með veðri að morgni og nemendur væru klæddir í stíl við það. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa