Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Þá eru einungis tvær vikur eftir af skólaárinu. Nemendur eru ýmist langt komnir eða hafa lokið námsmatsverkefnum sínum. 
 
Nú styttist í skólaslit Höfðaskóla en þau fara fram í Fellsborg, þriðjudaginn 31. maí kl. 17:00.
 
Nemendur í 10.bekk fóru í skólaferðalag í vikunni. Fóru meðal annars á kajak, paddle board og í Fontana á suðurlandinu. Ferðalangar fengu þokkalegt veður og komu endurnærð til baka. 
 
Nemendur á yngsta stigi fóru dagsferð í Skagafjörðinn. Skoðuðu Glaumbæ, fóru á sýninguna 1238 og svömluðu í sundlauginni í Varmahlíð.
 
Uppstigningardagur er á fimmtudaginn í næstu viku og verður því vikan í styttra lagi.
 
Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur væri gott ef foreldrar myndu passa að nemendur séu klæddir eftir veðri og með sólarvörn. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa