Föstudagskveðja

Heil og sæl
 
Síðasta heila vikan í Höfðaskóla þetta skólaárið gekk vel. Nemendur hafa verið í námsmati og brallað ýmislegt annað skemmtilegt þess á milli.

Í næstu viku verður umhverfisdagur hjá okkur á mánudaginn og ratleikur á þriðjudaginn.  Allt nánara skipulag þeirra daga mun berast foreldrum/forráðamönnum frá umsjónarkennurum. Frístund verður verður með hefðbundnu sniði þessa daga.
 
Við minnum á mikilvægi þess að hafa nemendur klædda eftir veðri þessa tvo daga þar sem allt nám fer fram utandyra. 
 
Við vonum að þið eigið góða helgi
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá