Föstudagskveðja

Heil og sæl

 Vikan gekk vel í Höfðaskóla. Nú er allt komið vel af stað og nemendur hafa staðið sig vel. Á heimasíðunni okkar má finna fréttir úr skólastarfinu og við ætlum að vera dugleg að setja inn upplýsingar og myndir í vetur. Á heimasíðunni má einnig finna myndaalbúm fyrir skólaárið þar sem settar eru inn ýmsar skemmtilegar myndir. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast með þar. 
 
Aðeins hefur borið á að nemendur þurfa að bæta framkomu sína og hegðun í matsal og biðjum við ykkur foreldra/forráðamenn að ræða við börnin ykkar almennt um kurteisi og framkomu. 
 
Við minnum á að á miðvikudögum er ávaxtastund í skólanum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga. Einnig minnum við á hafragrautinn sem er í boði alla morgna frá 7:45. 
 
Að lokum, þegar kuldaboli minnir á sig er mikilvægt að nemendur séu klædd eftir veðri. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa