Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir

Skólastarfið fer vel af stað og höfum nýtt góða veðrið og verið töluvert úti. Í næstu viku vonum við að veðrið haldi áfram að leika við okkur og hægt sé að flytja kennsluna utandyra að hluta til. 

Fengum góða heimsókn í dag frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur með verkefnið Orgelkrakkar, fyrir nemendur í 3.-7.bekk, sem er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. (myndir hér)

Nemendur fara heim kl. 12 á hádegi mánudaginn 5. september, snæða hádegismat heima hjá sér þar sem hvorki verður skóli né frístund eftir hádegið vegna námskeiðs sem allt starfsfólk skólans er að fara á á Blönduósi.

Við minnum á mikilvægi þess að lesa heima. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa