Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega. 

Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú: 

  • Úr 8. bekk eru þeir Andri Snær Björnsson og Anton Logi Reynisson í stjórn og Alexander Áki Hall Sigurðsson varamaður
  • Úr 9. bekk eru þær Birgitta Rún Finnbogadóttir og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir í stjórn og Logi Hrannar Jóhannsson varamaður
  • Úr 10. bekk eru þau Ásgeir Sigmar Björnsson og Elísa Bríet Björnsdóttir í stjórn og Steinunn Kristín Valtýsdóttir varamaður 

Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu. 

Höfðaskóli skráði sig til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Eins og fram kemur á heimasíðu verkefnisins þá er meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Miðvikudaginn 14.sept verður skipulagsdagur/viðtalsdagur og ættu allir foreldrar/forráðamenn að hafa fengið aðgang að Mentor til að geta skráð sig og barnið sitt í viðtal hjá umsjónarkennara. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa