Föstudagskveðja

Heil og sæl

Í gærkvöldi var árshátíð skólans haldin í Fellsborg. Nemendur skólans stigu á stokk og léku m.a. persónur úr Hálsaskógi, Bósa ljósár og sveitarstjóra. Eins og kom fram í ræðu formanns nemendafélagsins "Það er ekki sjálfgefið að allt gangi upp við uppsetningu árshátíðar sem þessarar. Undanfarnar vikur hafa nemendur, undir stjórn kennara sinna, samið og æft atriðin sem þið sáuð hér.  Hjá mörgum var mikill sigur unninn við það að stíga hér á stokk og skemmta öðrum." Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að koma hjartanlega fyrir komuna. Myndir hér.

Fyrsti desember er handan við hornið með öllum þeim ljósum, skrauti og skemmtilegheitum sem hægt er að ímynda sér. Í næstu viku förum við að huga að jólaróli og byrjum á að taka á móti leikhópnum Hnoðri í norðri sem er með leikriti fyrir yngsta stig sem heitir Ævintýri á aðventunni. Sýningin er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku, þannig að við eigum þeim og List fyrir alla að þakka að þau geta komið til okkar. 

Ég vona að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjur
Guðrún Elsa