Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru vinir!

Áfram heldur tíminn að æða frá okkur, fyrsti í aðventu var sl. sunnudag og desember byrjaður.  Það er margt skemmtilegt framundan hjá okkur.

Í desember verður eitthvað um uppbrot frá hefðbundinni kennslu má þar nefna jólaföndurdag 7. des eins og undanfarin ár, jólaþema - rauður dagur 9.des, kakó og piparkökur í nestinu 14. des, fara í kirkjuna og hlusta á Giggu rifja upp jólin þegar hún var barn og syngja saman nokkur lög og borða síðan jólagraut í skólanum 16.des, litlu jólin verða svo haldin verða 19. desember.  

Unglingastigið fer á Sauðárkrók 7. og 8. desember þar sem þau fá kynningu á því verknámi sem Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra hefur uppá að bjóða. Ómetanlegt fyrir nemendur skólans að fá kynningu sem þessa.  

Undanfarin ár hafa nemendur og starfsfólk skólans styrkt Velunnarasjóði. Þetta árið var ákveðið að styrkja sama málefni og í fyrra, Velunnarasjóð Skagastrandar og Skagabyggðar,  þar sem upplifunin er að við séum að hafa góð áhrif á okkar nærumhverfi með framlaginu. Í fyrra fengum við fregnir af því að fleiri en heimili grunnskólabarna vildu leggja söfnuninni lið. Ef einhverjir bæjarbúar vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur og leggja málefninu lið er hægt að hafa samband við skólann í síma 4522800 eða gudrunelsa@hofdaskoli.is

Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu vel klæddir, þá sérstaklega nemendur yngsta stigs sem eru í frístund. Nemendur eru mikið utandyra á frístundartíma og þá skiptir miklu máli að vera vel klædd. 

Ég vona að þið njótið helgarinnar.
Með góðum aðventukveðjum,
Guðrún Elsa