Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel, nemendur halda áfram að vinna að mörgum spennandi verkefnum. 

Í næstu viku verður haustfundur á yngsta stigi, hann verður þriðjudaginn 15. september kl. 16:30 og við mælumst til þess að foreldrar/forráðamenn mæti á þann fund. 
 
Á föstudaginn í næstu viku, 18. september, er starfsdagur hjá starfsfólki og nemendur því í fríi þann dag. Til stóð að fara á Haustþing KSNV þennan föstudag en það var fellt niður vegna covid. Í staðin mun starfsfólk skólans, sem og starfsmenn íþróttamannvirkja sitja námskeið á vegum Barnaheilla sem ber yfirskriftina Verndarar barna. Um er að ræða gagnvirkt námskeið til að koma í veg fyrir, þekkja og kunna að bregðast við kynferðisofbeldi á börnum. 
 
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur, allir sprækir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa