Föstudagskveðja

Hér er nemandi í fjórða bekk að kenna stafsmanni að prjóna :)
Hér er nemandi í fjórða bekk að kenna stafsmanni að prjóna :)

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Nemendur eru í óða önn að ljúka við námsmatsverkefni sem hefur gengið vel.
 
Veðrið hefur verið allskonar og nú í lok vikunnar er búið að vera ansi kalt. Við klæðum okkur þá bara betur. 
 
Í næstu viku er starfsdagur á þriðjudag og því enginn skóli hjá nemendum og á miðvikudag verða svo foreldraviðtöl. Nemendur mæta því hvorki í skólann á þriðjudag né miðvikudag. Viðtölin bóka foreldrar í gegnum Mentor. Ef þær tímasetningar sem í boði eru henta alls ekki má hafa samband við umsjónarkennara í tölvupósti og fundin verður lausn á þeim málum. Á fimmtudag og föstudag verða svo hefðbundnir skóladagar og ný önn hefst. 
 
Bókasafnið okkar er ansi vel nýtt. Nemendur koma þar saman til að lesa, spila og prjóna. Hér má sjá myndir sem voru teknar nú í morgunsárið.
 
Ég vona að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa