Föstudagskveðja

Bangsinn Blær átti afmæli 1. febrúar, en hann er hluti af forvarnarverkefni á vegum Barnaheilla og e…
Bangsinn Blær átti afmæli 1. febrúar, en hann er hluti af forvarnarverkefni á vegum Barnaheilla og eru nemendur á yngsta stigi með hann hjá sér og vinna út frá honum ýmis konar verkefni í tengslum við lífsleikni. Nemendur undirbjuggu afmælisveislu fyrir Blæ, sungu og skemmtu sér konunglega.

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel, við fengum allskonar veður en létum það ekki á okkur fá. Fyrirhuguð ferð 10. bekkjar í Borgarnes, sem átti að vera í gær, var frestað til 23. febrúar vegna veðurs. 
 
Skólahópur leikskólans kom aftur í heimsókn til okkar í gær eftir stutt hlé og munu þau koma reglulega í heimsókn fram á vor. Það er alltaf skemmtilegt að fá góða vini í heimsókn en þau ætla að prufa hinar ýmsu kennslustundir til að fá smjörþefinn af því sem koma skal í haust.
 
Yngsta stig hélt upp á afmælið hjá Blæ, en bangsinn Blær fylgir þeim í tengslum við vináttuverkefni Barnaheilla. Afmælið var vel heppnað og skemmtu nemendur sér konunglega. 
 
Þegar veðrið er blautt er mikilvægt að klæða sig samkvæmt því og vera með auka sokka í töskunni.
 
Við minnum einnig á hafragrautinn okkar góða, sem er í boði alla morgna sem og ávaxta stundina okkar alla miðvikudaga en þá daga þurfa nemendur ekki að hafa með sér nesti. 
 
Næsta vika er svo síðasta heila vikan okkar fyrir vetrarfrí.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa