Föstudagskveðja

Heil og sæl

Þessi vika var stutt hjá okkur, tveir kennsludagar þar sem vikan hófst á vetrarfríi. Unnið var að ýmsum verkefnum og í dag kom skólahópur leikskólans í heimsókn til okkar. 

Í næstu viku er margt um að vera enda bollu-, sprengi- og öskudagur framundan.
  
Á mánudaginn, bolludag, mega nemendur koma með bollur eða sparinesti. Þann dag ætla nemendur 10. bekkjar einnig að heimsækja FNV og kynnast starfseminni þar. 

Á miðvikudaginn, öskudag, mega nemendur koma í búningum í skólann. Við skulum muna að hafa virðingu að leiðarljósi við val á búningum. Kennsla fellur niður eftir hádegi og gefst nemendum færi á að fara og syngja og safna góðgæti. Öllum nemendum yngsta stigs stendur til boða að fara og syngja með frístund. 
Öskudagsskemmtun verður svo í íþróttahúsinu frá kl. 16:00-17:30.

Á fimmtudaginn er svo stefnan að nemendur 10. bekkjar haldi í heimsókn í Borgarnes og kynni sér starfsemi Menntaskólans þar. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa