Föstudagskveðja

Sæl öll 

Vikan í Höfðaskóla var fjölbreytt og setti öskudagurinn mark sitt á skólastarfið.

Á mánudaginn heimsótti 10. bekkur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og kynnti sér nám og aðstöðu á Sauðárkróki. Þau enduðu svo á leiksýningu í boði NFNV og höfðu gaman af. 

Hingað mættu svo hinar ýmsu furðuverur á miðvikudaginn og var kennslu slitið klukkan 12:00 og héldu nemendur þá af stað í söng leiðangur um samfélagið. Foreldrafélög leik- og grunnskólans stóðu svo fyrir öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu og er ekki annað að heyra á nemendum en að þau hafi skemmt sér mjög vel. 
 
Í gær, fimmtudag, lagði 10. bekkur aftur land undir fót og heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi en nemendur voru mjög ánægðir bæði með ferðina á Sauðárkrók og í Borgarnes. 
 
Á miðvikudaginn í næstu viku verður íþróttadagur yngsta stigs í Höfðaskóla haldinn frá kl. 16:00-18:00. Nemendur ætla að fara í hinar ýmsu þrautir í íþróttahúsinu og enda svo í skólanum í pizzuveislu, það verður eflaust mjög gaman. 
 
Við minnum svo á hafragrautinn okkar sem er í boði alla morgna sem og ávaxta stundina á miðvikudögum en þann dag þurfa nemendur ekki að koma með nesti. 

Að lokum vekjum við athygli á stöðu verkefnastjóra sérkennslu við Höfðaskóla sem auglýst var á dögunum, allar nánari upplýsingar má finna hér.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa