Föstudagskveðja

Sæl öll

Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel, veðrið var gott og nemendur á yngsti stigi voru mikið úti. 
Frístund hefur einnig notið veðurblíðunnar og borðuðu kaffitíma úti einn dag í vikunni. 
 
Á miðvikudaginn var íþróttadagur yngsta stigs sem var einstaklega vel heppnaður og svo sannarlega kominn til að vera einu sinni á hverju skólaári. 
 
Nemendur 10. bekkjar eru að safna sér fyrir útskriftarferð og eru að selja happadrættisvinninga. Hægt er að panta miða með því að senda póst á hofdaskoli@hofdaskoli.is eða hafa samband við einhvern af nemendunum en þau ætla einnig að ganga í hús á Skagaströnd, miðvikudaginn 8. mars kl. 18:00 og selja miða.
Einn miði kostar 3000 krónur og hver miði umfram þann fyrsta 2000 krónur stk. Dæmi um vinninga eru gjafabréf hjá flugfélagi, bílaleigubílar í tvo daga, gistingar, gjafabréf í hinar ýmsu verslanir, glæsilegt málverk og fleira og fleira. Alls eru 50 vinningar og aðeins er dregið úr seldum miðum. 
 
Í næstu viku verðum við stöllur fjarverandi á mánu- og þriðjudag vegna skólastjóranámskeiðs í Hveragerði. Dagný Rósa er okkar staðgengill þá sem endra nær.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar í vorblíðunni áður en kólnar aftur
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa