Föstudagskveðja

Sæl öll

Vikan sem er að líða var róleg og tíðindalítil.

Komandi fimmtudag leggur unglingastigið land undir fót og ætla þau, ásamt umsjónarkennurum, að bregða sér til Reykjavíkur. Ætlunin er að fara á sýninguna Mín framtíð í Laugardalshöll. 

Upplestrarkeppnin á miðstigi verður haldin innanhúss þetta árið og ætla nemendur að lesa á miðvikudag og vera með uppskeruhátíð á Harbour á föstudag. 

Nú eru laus þrjú störf til umsóknar hjá skólanum, allar nánari upplýsingar hér. 

Munum að klæða okkur vel því nú er kári kaldur.

Vonum að þið njótið helgarinnar
Sara Diljá og Guðrún Elsa