Föstudagskveðja

Heil og sæl

Nú er þessi stutta skólavika liðin og langt helgarfrí framundan hjá nemendum og starfsfólki skólans.
 
Við höfum svo sannarlega notið veðurblíðunnar undanfarna daga og nemendur verið töluvert útivið. Þau hafa farið í gönguferðir og prófað hoppubelginn svo fátt eitt sé nefnt.
 
Í gær fengum við góða heimsókn frá umboðsmanni barna sem skoðaði skólann og hitti nemendur. 
 
Í næstu viku fara nemendur unglingastigs tvo daga á Hvammstanga. Þar ætla þau að taka þátt í Listalestinni sem endar á listasýningu sem við auglýsum nánar eftir helgi.
 
Á föstudaginn í næstu viku er svo skólamyndataka og gaman væri ef nemendur kæmu í snyrtilegum klæðnaði í myndatökuna.
 
Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn sem nú er liðinn. 
 
Með sumarkveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa