Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og hefur ýmislegt verið brallað. Veðrið hefur verið gott en kalt og nemendur verið talsvert úti við. 
 
Nemendur unglingastigs fóru á þriðju- og miðvikudag á Hvammstanga í listasmiðjur á vegum Listalestarinnar, þar unnu þau ýmis verk og enduðu á að halda listasýningu í félagsheimilinu þar í bæ. 
 
Nú um mánaðarmótin verða breytingar á starfsmannahópnum þegar Kristinn Rúnar hættir störfum sem húsvörður og Sigríður Björk tekur til starfa sem ritari. 
 
Í næstu viku er danskennsla hjá öllum nemendum og endar vikan á opnum tímum föstudaginn 5. maí sem við hvetjum foreldra/forráðamenn til að mæta í, tímasetningar þann daginn verða:
9:00-10:00 - 7. og 8. bekkur
10:00-11:00 - 9. og 10. bekkur
11:00-12:00 - 4. 5. og 6. bekkur
12:30-13:30 - 1. 2. og 3. bekkur
 
Enn og aftur er löng helgi framundan þar sem 1. maí er á mánudaginn.
Sjáumst hress á þriðjudag.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa