Föstudagskveðja

Heil og sæl

Áfram fljúga vikurnar og allt á fullu í Höfðaskóla. Í þessari viku hafa nemendur verið í danskennslu hjá Ingunni Hallgrímsdóttur sem gengið hefur vonum framar. Myndir frá dans tímum má sjá hér. 

Nemendur hafa verið að vinna að fjölbreyttum verkefnum og ýmislegt sem verið er að leggja lokahönd á fyrir vorið. 
 
Valgreinar næsta skólaárs voru kynntar fyrir verðandi nemendum mið- og unglingastigs í dag. Valið er fjölbreytt og skemmtilegt og allar upplýsingar um það má sjá hér. https://sites.google.com/hofdaskoli.is/valgreinar-hfaskla-2023-2024/heim
 
Í næstu viku fer 10. bekkur í útskriftarferðina sína til Danmerkur ásamt þeim Elvu og Ásdísi og við vonum að ferðalagið verði í senn fróðlegt og skemmtilegt. 
 
Þriðjudaginn 9. maí n.k. ætla yngsta- og miðstig saman í vorferð og munu allar upplýsingar um þá ferð berast frá umsjónarkennurum.
 
Fimmtudaginn 11. maí n.k. fer miðstig svo á Hvammstanga þar sem þau ætla taka þátt í sameiginlegum íþróttadegi með öðrum skólum á svæðinu. Allar upplýsingar um þann dag munu berast frá Finnboga.
 
Ýmislegt fleira er svo framundan hjá okkur, heimsókn og fræðsla frá Siggu Dögg kynfræðing, við ætlum að perla af krafti í samvinnu við Kraft og fleira og fleira. Allt þetta verður auglýst þegar nær dregur.
 
Sigríður Björk Sveinsdóttir hóf störf hjá okkur í vikunni sem ritari og við bjóðum hana velkomna í hópinn.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa