Heil og sæl
Þá er Höfðaskóli farinn af stað og ekki annað að sjá en að nemendur komi vel undan sumri. 
Skólasetning fór fram í gær og í morgun mættu nemendur samkvæmt stundaskrá. Veðrið leikur við okkur í dag og nemendur eru að koma sér fyrir og sinna ýmsum verkefnum bæði inni og úti. 
 
Hafragrauturinn var vel sóttur í morgun og vonumst við til að svo verði áfram. Það er gott að setjast niður á morgnanna áður en kennsla hefst, fá sér graut og spjalla við samnemendur og starfsfólk. 
 
Í næstu viku byrjar sundkennsla en hún verður á mánudögum og þriðjudögum og minnum við á að nemendur í 2.-10. bekk labba eða hjóla í sund. Ef hjólin eru notuð þarf að sjálfsögðu að vera með hjálm og ekki má fara á rafknúnum tækjum út í sundlaug. 1. bekk verður keyrt í og úr sundi. 
 
Á föstudaginn í næstu viku, 1. september, verður starfsdagur þar sem allt starfsfólk skólans sækir haustþing sem haldið verður á Hvammstanga. 
 
 
Ef eitthvað er óskýrt eða ef spurningar vakna, má alltaf hafa samband. 
Góð samvinna skiptir öllu máli. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa