Föstudagskveðja

Myndin er fengin af https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=20417
Myndin er fengin af https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=20417

Heil og sæl

Vikan hefur gengið vel og margt verið brallað. Nemendur eru allir að komast í góða rútínu eftir sumarfrí og margt spennandi framundan. 
 
4. og. 5. bekkur fór í heimsókn í Árnes í vikunni og unnu verkefni því tengdu. Mörg skemmtileg verkefni í öllum bekkjum skólans eru nú í vinnslu og við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn, ef þeir vilja koma við og sjá það sem nemendur eru að fást við hverju sinni. 
 
Í næstu viku fáum við heimsókn frá Lögreglumönnum á vegum LHR. Þeir ætla koma með starfakynningu til unglinganna og nota tækifærið og hitta yngsta- og miðstig með smá fræðslu. Þá ætla nemendur í 9. og 10. bekk að hittast ásamt foreldrum/forráðamönnum, umsjónarkennara og skólastýrum og ræða fyrirkomulag útskriftaferða. 
 
Nú ætla margir upp um fjöll og firnindi um helgina að elta sauðfé, við vonum að þeir sem í það fara hafi gaman af og fari gætilega.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa