Föstudagskveðja

Heil og sæl
 
Vikan í Höfðaskóla gekk vel.
 
Allt á fullu á skólalóðinni fyrir veturinn. Hér var verið að helluleggja, þökuleggja og skipta út kurli á fótboltavellinum. Verkefni sem nemendur skólans lögðu mikla áherslu á í málflutningi við sveitarstjórn í vor. Mikilvægt þegar nemendur upplifa að skoðanir þeirra skipta máli. 
 
Við minnum á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur forfallast, hægt er að hafa samband við Björk ritara, eftir kl. 7:30, með því að hringja í s.4522800, senda tölvupóst á hofdaskoli@hofdaskoli.is ásamt því að tilkynna gegnum heimasíðuna
 
Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá