Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Miðvikudaginn s.l. fengum við góða heimsókn á vegum list fyrir alla þegar þau Bragi Páll og Bergþóra komu og hittu nemendur í 7.-10. bekk og ræddu við þau um ritun, rithöfunda starfið og margt fleira. Það var virkilega skemmtilegt að fá þau til okkar og þökkum við þeim kærlega fyrir. 
 
Menntabúðirnar okkar sem fyrirhugaðar eru 24. október verða færðar á aðra dagsetningu og verða að öllum líkindum 11. desember, við auglýsum það betur þegar nær dregur. 
 
Á fimmtudaginn í næstu viku, 12. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk. 
 
Við minnum svo enn og aftur á mikilvægi heimalesturs, endurskinsmerkja og þess að mæta vel sofinn í skóla. Allt skiptir þetta miklu máli. 
 
Endilega hafið samband við okkur ef eitthvað er.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa