Föstudagskveðja

Heil og sæl

Enn ein vikan flogin hjá og 1. desember mættur. Í þessari viku voru nemendur á unglingastigi í list- og verkgreina lotu þar sem þau voru í heimilisfræði. Þau gerðu margt skemmtilegt eins og að fræðast um matarmenningu, næringarfræði, baka og hjálpa til við hádegismatinn upp í Fellsborg. Allt gekk þetta vel og var ekki annað að sjá og heyra en nemendur væru ánægðir eins og hægt er að sjá á myndum.
 
Úti er kalt og dimmt og við minnum enn og aftur á að mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og með endurskinsmerki.
 
Framundan er ýmislegt skemmtilegt í desember en mikilvægt er að gleyma ekki heimalestrinum í öllu amstrinu. Lestrarstund er góð samverustund. Í skólanum er ýmislegt skemmtilegt framundan í desember og má þar nefna söng á sal, jólaföndur stöðvar, menntabúðir, jólapeysu dag og margt fleira.
 
Í næstu viku eru jólatónleikar hjá nemendum í tónlistarskólanum en þeir verða haldnir í Hólaneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 17:00 og við hvetjum að sjálfsögðu öll til að mæta þangað. 
 
Við vonum að þið njótið þessarar fyrstu helgi í aðventu
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa