Fyrsta föstudagskveðjan í apríl

Þessi vika var stutt í annan endan eftir gott páskafrí en það var ljúft að mæta aftur og hitta alla nemendur. 

Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Nemendur hafa staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur. Vel gert hjá þeim. 

Skólahópur leikskólans kom í heimsókn í vikunni en þær heimsóknir eru alltaf skemmtilegar og gaman þegar meira líf kemur í húsið :)

Fimmtudaginn 18. apríl stendur til að halda íþróttadag yngsta stig í Höfðaskóla frá kl. 13:00-15:00 en skyldumæting er fyrir nemendur í 1.-4. bekk þar sem þetta er tvöfaldur dagur hjá þeim. Við minnum á þetta þegar nær dregur. 

Grauturinn okkar góði sem Haddý töfrar fram er svo í boði á hverjum morgni og þá eru ávaxtastundir á mánu-, miðviku- og föstudögum. 

Nemendur í 9. og 10. bekk fara í sameiginlega útskriftarferð til Kaupmannahafnar 21.-25. maí undir dyggri fararstjórn Elvu og Giggu. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa