Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir.

Vikan í Höfðaskóla gekk vel þó veðrið minni frekar á desember jólasnjó heldur en miðjan apríl. 

Skólanum barst höfðingleg gjöf frá foreldrafélaginu í vikunni. Tvær nýja tifsagir í smíðastofuna. Frétt um það hér 

Nemendur unglingastigs hafa unnið hörðum höndum að því að klára þau textílverkefni sem byrjað var á í síðustu viku. 

Öllum nemendum 10.bekkjar var boðið í heimsókn í Menntaskólann í Borgarnesi sl. fimmtudag til að kynna sér skólann og námsframboð og fylgdi Elva Þórisdóttir hópnum þangað.

Á fimmtudaginn í næstu viku verður íþróttadagur fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 13:00-15:00 og er skyldumæting fyrir alla nemendur í 1.-4.bekk.

Ármann Óli sjúkraflutningamaður kemur með starfakynningu á unglingastig í næstu viku og kynnir fyrir nemendum fjölbreytt starf sitt.

Það styttist í útgáfu skólablaðsins og verða blöðin borin í hús á Skagaströnd og í Skagabyggð. 

Þrátt fyrir að styttist í vorið okkar þá er kári kaldur og munum að klæða okkur vel.

Vonum að þið njótið helgarinnar
Sara Diljá og Guðrún Elsa