Föstudagskveðja

Þá er enn ein skólavikan að renna sitt skeið, óhefðbundin v. frídags í gær. Í maí er gjarnan mikið um að vera í skólanum og að mörgu að hyggja áður en nemendur halda út í sumarið. Í vikunni fengu nemendur í 4.-7. bekk heimsókn frá lögreglunni, frétt frá því hér.

Þá var íþróttadagur miðstigs haldinn hér hjá okkur og komu nemendur úr Húnaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra í heimsókn. Dagurinn var vel heppnaður og alltaf gott að hitta jafnaldra og gera sér glaðan dag. Nokkrar myndir hér. 

Skipulag næsta skólaárs er í fullum gangi og vonumst við til að geta kynnt valgreinar sem í boði verða fyrir nemendum í næstu viku og leyft þeim að velja. 

Veðrið er gott og nemendur eru duglegir að mæta á hjólum í skólann sem er frábært. Við minnum á að notkun hjálma er skylda. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa