Föstudagskveðja á bóndadegi

Heil og sæl kæru vinir

Fyrsti dagur Þorra er í dag, bóndadagur og margt um að vera í Höfðaskóla. Yngsta stig ætlar að vinna verkefni tengd þorranum og það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu. 
 
Töluverð tiltekt hefur farið fram í skólanum undanfarna daga og er starfsfólk í óða önn að koma upp nýjum starfsstöðvum og laga til. Það þarf víst að gera það af og til :)
 
Hér er nú aðgengilega stefna sem skólinn hefur sett sér er varða utanlandsferðir nemenda á unglingastigi. Stefnan verður tekin til endurskoðunar þegar og ef þurfa þykir. Það gleður okkur að vera komin með aðeins fastara form á skipulag þessara ferða. 
 
Í næstu viku verður klárað að leggja fyrir Lesferil og fá foreldrar senda niðurstöður heim öðru hvoru megin við mánaðarmótin. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa