Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl kæru vinir!

Vikan hefur verið annasöm hjá okkur. Menntabúðirnar á þriðjudeginum heppnuðust með afbrigðum vel og enn og aftur þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna. 

Í morgun héldum við svo okkar árlegu flippíþróttakeppni þar sem greinarnar voru meðal annars stígvélakast, bottleflip og limbo.

Framundan er vetrarfrí á morgun föstudag og mánudag svo næsti kennsludagur er þriðjudagurinn 9. nóvember. 

Á döfinni er svo árshátíðin okkar sem er áætluð 18.nóvember.

Við vonum að þið njótið vetrarfrísins. 
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa