Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl

Framundan er vetrarfrí á morgun föstudag 11.nóv, mánudaginn 14.nóv og þriðjudaginn 15.nóv, næsti kennsludagur er miðvikudagurinn 16. nóv. 

Geðlestin heimsækir nemendur á unglingastigi nk.miðvikudag og heldur fyrirlestur kl. 13:20 sem tekur ca 50 mínútur.

Á döfinni er svo árshátíðin okkar sem er áætluð 24.nóvember og er allt undirlagt í þeim undirbúningi. 

Við minnum á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur forfallast, hægt er að hafa samband við skólann með því að hringja í s.4522800, senda tölvupóst á umsjónarkennara eða skólastjóra ásamt því að tilkynna gegnum heimasíðuna. 

Eins og tíðin hefur verið undandarið er myrkrið allsráðandi á morgnana og því viljum við minna á endurskinsmerkin. 

Til gamans má geta að einungis sjö vikur eru eftir af árinu.

Við vonum að þið njótið vetrarfrísins. 
Með góðum kveðjum
Starfsfólk Höfðaskóla