Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl

 
Vikan í Höfðaskóla hefur flogið áfram og skólastarfið gengur vel. Á mánudagskvöldið kom Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti samfélagsmiðlinum Karlmennskan og hélt fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn. Erindið hans var virkilega áhugavert og þökkum við þeim foreldrum/forráðamönnum sem mættu kærlega fyrir komuna. Það skiptir miklu máli að foreldrar/forráðamenn séu duglegir að sækja þau erindi sem auglýst eru á vegum skólans.
Á þriðjudagsmorgninum hitti hann svo nemendur 8.-10. bekkjar og var með erindi fyrir þau líka. Nemendur voru áhugasamir og höfðu gagn og gaman af. 
 
Á morgun er starfsdagur hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd og því er hvorki kennsla né frístund þann dag. Nemendur fá því langa helgi. 
 
Í næstu viku fer 10. bekkur í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar, en þangað er þeim boðið til að kynna sér nám og starfsemi skólans. Elva umsjónarkennari þeirra ætlar að fylgja þeim þangað. 
 
Þegar blautt er úti er mjög mikilvægt að nemendur séu með auka sokka í töskunni og ekki verra ef þessi yngstu eru með auka par af buxum líka. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa