Sæl öll
Föstudagskveðja á miðvikudegi. Stutt vika þar sem 1.maí er á morgun, fimmtudag, og skipulagsdagur föstudaginn 2.maí.
Veðrið hefur verið einstaklega gott þessa þrjá skóladaga og nemendur notið þess að vera utandyra.
Nemendur á yngsta stigi heimsóttu Fiskmarkaðinn en heimsóknin markar upphaf fiskaþema sem þau munu vinna með næstu vikur. Einnig hafa þau verið að læra mikið um vorið og það líf sem kviknar þá meðal annar um fugla og hreiðurgerð og í útikennslu fóru þau í göngutúr og bjuggu til eigin fuglahreiður.
Nemendur í 8.-10.bekk fóru á Hvammstanga í gær, þriðjudag, og fengu að kynnast allskonar íþróttagreinum, allt frá hinum sívinsæla fótbolta í hestafimleika. Þreytt og glöð börn skiluðu sér heim í gærkvöldi ánægð með daginn.
Í næstu viku verður ekki sundkennsla þar sem það verður danskennsla sem nemendur skólans eru gríðarlega spennt fyrir. Danssýning verður á fimmtudaginn og verður auglýst betur í næstur viku.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |