Föstudagskveðja á nýju ári

Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár

Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí og gladdi það okkur að geta hafið kennslu án hafta almannavarna. 

Nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu þar sem vorönn hefst 21.janúar. 

Nemendafélag Höfðaskóla tók formlega til starfa í dag, Gabríel Goði Tryggvason nemandi í 10.bekk var kosinn formaður og Elísa Bríet Björnsdóttir nemandi í 8.bekk var kosin ritari.  Óskum við þeim velfarnaðar í starfi.

Heldur blautt hefur verið undanfarna daga og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni. 

Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Lilja töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa