Föstudagskveðja fyrir jólafrí

Í gær var síðasti skóladagur ársins sem endaði á skemmtilegri stund þegar litlu jólin voru haldin með hátíðarbrag í Fellsborg.

Um morguninn voru nemendur með sínum umsjónarkennurum og brölluðu ýmislegt skemmtilegt.  Við fórum svo öll saman í hádeginu og borðuðum möndlugrautinn.

Seinnipartinn mættum við svo aftur prúðbúin, áttum góða stund þar sem Esme og Kristín voru búnar að undirbúa dásamlegan hátíðarkvöldverð og dagurinn endaði svo á jólaballi, þar sem Hugrún Sif leiddi söng og dans. 

Nemendur héldu svo í jólafrí og mæta aftur í skólann mánudaginn 5. janúar 2026 kl. 8:20.

Höfðaskóli þakkar starfsfólki, nemendum og öllum sem komu að máli og gerðu þessa stund hátíðlega.   

Jólakveðja
Guðrún Elsa og Berglind Hlín

Myndir hér.