Föstudagskveðja fyrir vetrarfrí

Nemendur á miðstigi bregða á leik
Nemendur á miðstigi bregða á leik

Heil og sæl

Í vikunni sem nú er að líða var margt um að vera í Höfðaskóla. Nemendur unnu að fjölbreyttum verkefnum og margt skemmtilegt var um að vera í frístund.
 
Í dag fengu nemendur á unglingastigi skemmtilega heimsókn. Fulltrúar frá samvinnuverkefni FNV, FabLab og Sýndarveruleika ehf komu og kynntu tækni fyrir nemendum en verkefnið hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og þannig stuðla að því með beinum hætti að auka tækniþekkingu þeirra og varpa ljósi á möguleika í tækni- og iðnnámi. 
 
Fyrirhuguð er danskennsla á vordögum en við munum auglýsa hana nánar þegar tímasetningar liggja fyrir. 
 
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 13., 14. og 15. febrúar er vetrarfrí hjá okkur og við vonum að þið njótið þess vel.
 
Góðar kveðjur 
Sara Diljá og Guðrún Elsa