Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla flaug áfram, veðrið var stillt og kalt og nemendur nutu þess flest öll að vera úti.
Þó veðrið sé gott er myrkrið svart og alltof algengt er að bæði fullorðnir og börn séu án endurskinsmerkja. Við biðlum kæru foreldrar, að vera fyrirmyndir, ganga með endurskinsmerki og gæta þess vel að börnin sjáist í myrkrinu, að fatnaður sé með endurskini að framan og aftan og ekki má gleyma að setja merki á töskur barnanna líka. Í leiðinni minnum við á að nauðsynlegt er að skafa bílrúðurnar vel þegar frostið bítur á þær og virða það að stöðva fyrir gangandi vegfarendum.
Við þökkum Grete, danska farkennaranum okkar, innilega fyrir samveruna sl. mánuð.
Við vonum að þið njótið vetrarfrísins
Guðrún Elsa og Berglind Hlín