Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í þessari viku. Nemendur hafa unnið að því að ljúka hinum ýmsu námsmats verkefnum á milli þess sem við skellum okkur út í góða veðrið. Við reynum að vera dugleg að setja inn fréttir og myndir frá því sem við erum að bralla og á síðunni okkar er einmitt að finna myndir frá útiveru vikunnar.
Á þriðjudaginn komu listamenn frá verkefninu List fyrir alla í heimsókn til okkar með múrbalasmiðju sem var mjög skemmtilegt uppbrot og í gær fóru nemendur á miðstigi á miðstigsleika í Húnabyggð þar sem þau tóku þátt í ýmsum smiðjum með jafnöldrum sínum frá Húnabyggð og Hvammstanga.
Á mánudaginn næsta spá veðurguðirnir áframhaldandi blíðu og hafa nemendur óskað eftir því að fara í vatnsbyssustríð við starfsfólk skólans að sjálfsögðu skorumst við ekki undan því. Þau sem eiga vatnsbyssur (ath. aðeins í boði að koma með litlar byssur) mega koma með þær og endilega taka með sér stuttbuxur, stuttermabol, handklæði og auka föt.
Við vonum að þið njótið blíðunnar um helgina, munið eftir sólarvörninni :)
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |