Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð

 Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Ávaxtastundin á miðvikudaginn fór fram úr okkar björtustu vonum, krakkarnir tóku vel í þessa nýjung og við munum halda þessu áfram. Hver veit nema við bætum svo við dögum þegar líður á skólaárið. 
 
Afmæli skólans er í fullum undirbúning og við stefnum að opnum húsi þriðjudaginn 8. október frá 14-16. Nemendur munu undirbúa ýmsar uppákomur og við hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn. 
 
Í Höfðaskóla hefur skapast sú hefð að lestrar,,ömmur" koma í heimsókn og láta nemendur lesa fyrir sig. Ef einhver hefur áhuga á að gerast lestraramma, lestrarafi, frænka, frændi eða hvaðeina þá megið þið endilega hafa samband við okkur. 

Dagur náttúrunnar er á mánudaginn og ýmis skemmtileg verkefni í bígerð sem nemendur koma til með að leysa á mánudag. Við hvetjum alla til að eiga stund út í náttúrinni þann daginn sem og alla aðra daga.
 
Í næstu viku verða stjórnendur fjarverandi mánudag og þriðjudag vegna skólastjóranámskeiðs í Borgarnesi. Elva er staðgengill okkar. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa